Hoppa yfir valmynd
18. janúar 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Ráðherra kynnti sér Hæfnisetur ferðaþjónustunnar

Á myndinni frá vinstri: Elías Bj. Gíslason (Ferðamálastofa), Ingvi Már Pálsson (menningar- og viðskiptaráðuneyti), Sunna Þórðardóttir (menningar- og viðskiptaráðuneyti), Haukur Harðarson (Hæfnisetur ferðaþjónustunnar), Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Hildur Betty Kristjánsdóttir (Hæfnisetur ferðaþjónustunnar), Alexandra Leonardsdóttir (ASÍ) og Jóhannes Þór Skúlason (SAF). - mynd

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- viðskiptaráðherra, heimsótti Hæfnisetur ferðaþjónustunnar í síðustu viku og fundaði með starfsfólki og stýrihóp setursins.

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar var stofnað árið 2017 og er hlutverk þess að efla hæfni og gæði í íslenskri ferðaþjónustu sem og starfsánægju og fagmennsku starfsfólks í atvinnugreininni. 

Ráðherra fékk þar kynningu á verkefnum og verkfærum setursins, sem hefur framkvæmt greiningu á framboði og þörfum atvinnugreinarinnar fyrir nám sem tengist ferðaþjónustu. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur lagt til að þróað verði þrepaskipt starfsnám í greininni í samráði og samvinnu við hagsmunaaðila. 

„Hæfnisetur ferðaþjónustunnar veitir fyrirtækjum í ferðaþjónustu og starfsfólki þeirra þjónustu og ráðgjöf þeim að kostnaðarlausu. Starf hæfnisetursins í þróun fræðslu- og stuðningsefnis hefur aukið menntun og fagmennsku í atvinnugreininni og stuðlað að jákvæðari ímynd ferðaþjónustu á Íslandi. Ljóst er að Hæfnisetur ferðaþjónustunnar mun áfram spila stórt hlutverk í því verkefni að auka gæði þessarar sístækkandi og mikilvægu atvinnugreinar á Íslandi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta