Frekari stækkun á aðstöðu FB til starfsnáms
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu í dag samning um frekari stækkun starfsnámsaðstöðu við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Stækkunin nemur alls 2.400m2 og er fyrir starfsnám í húsasmíði, rafvirkjun og listgreinum.
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti er einn stærsti starfsnámsskóli landsins og er aðsókn mikil, einkum á húsasmiðabraut og rafvirkjabraut. Brýn þörf er á stækkun aðstöðunnar og var samningur þess efnis undirritaður 30. apríl 2021.
Viðbótin nú nemur 245m2 og er áætlaður viðbótarkostnaður 135–140 m.kr. Kostnaðarskipting milli ríkis og borgar er sem fyrr 60% og 40%.
Mennta- og barnamálaráðuneytið vinnur nú að framkvæmdaáætlun um stækkun starfsnámsskóla á næstu 10 árum sem kynnt verður á næstunni. Samningurinn í dag er liður í þessum áformum stjórnvalda um bætta aðstöðu til starfsnáms í framhaldsskólum landsins.