Forsætisráðherra fundaði með kanslara Þýskalands í Berlín
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, áttu tvíhliðafund í Berlín í dag. Á fundinum ræddu þau m.a. um tvíhliða samtarf Íslands og Þýskalands, málefni Úkraínu, stöðu öryggismála í Evrópu og málefni norðurslóða.
Forsætisráðherra gerði kanslara Þýskalands einnig grein fyrir áherslum formennsku Íslands í Evrópuráðinu og ræddi um leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí nk. Þá ræddu forsætisráðherra og kanslari Þýskalands um græna orkuframleiðslu og loftslagsmál. Að lokum ræddu þau um stöðuna í Úkraínu og öryggismál í Evrópu. Að loknum fundinum var haldinn blaðamannafundur þar sem forsætisráðherra og kanslari Þýskalands svöruðu spurningum fjölmiðla.
Fyrr í dag heimsótti forsætisráðherra höfuðstöðvar íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Klang Games sem er stærsta íslenska fyrirtækið í Berlín. Forsætisráðherra tók einnig þátt í hádegisviðburði á vegum hugveitunnar Körber Stiftung þar sem rætt var um innrásina í Úkraínu, formennsku Íslands í Evrópuráðinu, mannréttindi, lýðræði og alþjóðamál. Viðburðinn sátu þingmenn ólíkra flokka, fræðimenn og sérfræðingar á sviði alþjóðamála.