Lilja heimsótti Mid-Atlantic ferðakaupstefnuna
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra heimsótti Mid-Atlantic ferðakaupstefnu Icelandair ásamt Elizu Reid forsetafrú, í fylgd Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair. Um 700 kaupendur og seljendur voru skráðir til þátttöku á ferðakaupstefnunni sem fram fór í Laugardalshöll á föstudaginn.
,,Mid-Atlantic ferðakaupstefnan er einn af lykilviðburðum til að kynna íslenska ferðaþjónustu og leiða saman kaupendur og seljendur víðs vegar af landinu og beggja vegna Atlantshafsins. Hér fara fram yfir 5.400 fundir með það að markmiði að skapa tengsl og verðmæt viðskiptasambönd sem mörg endast í áratugi. Það er frábært að sjá gróskuna og fagmennskuna hjá okkar öflugu ferðaþjónustuaðilum", segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.