Hoppa yfir valmynd
8. febrúar 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Mikilvægi handverksins

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Sunneva Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri Handverks og hönnunar  - mynd

Menningar- og viðskiptaráðherra og Sunneva Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri sjálfseignastofnunarinnar Handverks og hönnunar, skrifuðu nýverið undir samning um stuðning ráðuneytisin við starfsemi stofnunarinnar. Meginmarkmið hennar er að stuðla að eflingu handverks, listiðnaðar og hönnunar og að auka skilning almennt á menningarlegu, listrænu og hagnýtu gildi þess með fjölbreyttri kynningarstarfsemi.

„Handverk og hönnun hefur lyft grettistaki fyrir handverksfólk vítt og breitt um landið sem grasrótarsamtök listiðnaðarfólks. Með þessum samningi viljum við meðal annars stuðla að nýliðun í þeirra hópi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.

Meðal verkefna Handverks og hönnunar er að halda samsýningar, miðla fréttum og halda skrá yfir starfandi handverks- og listiðnaðarfólk. Nánari upplýsingar má nálgast á vefnum handverkoghonnun.is.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta