Samráðsþing: Landsáætlun um innleiðingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks
Samráðsþing fer fram í Hörpu þann 16. febrúar nk. um landsáætlun um innleiðingu á samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið ásamt forsætisráðuneytinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, ÖBÍ réttindasamtökum, Landssamtökunum Þroskahjálp og Geðhjálp standa fyrir fundinum sem er öllum opinn.
Á þinginu verður leitast við að greina tækifærin fram undan og hvað skipti máli þegar horft sé til framtíðar. Þá munu vinnuhópar við gerð landsáætlunar kynna tillögur að aðgerðum. Fundarstjóri er Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Aðgangur ókeypis en skrá þarf þátttöku
Þátttaka er gjaldfrjáls en skrá þarf þátttöku fyrir fram og er það gert hér: