Hoppa yfir valmynd
10. febrúar 2023 Innviðaráðuneytið

Ný ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga kom saman til fundar

Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á fyrsti fundi sínum. Frá vinstri eru: Guðni Geir Einarsson, forstöðumaður Jöfnunarsjóðs, Hrund Pétursdóttir, Dan Jens Brynjarsson, Hörður Hilmarsson, Ásta Stefánsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Friðjón Einarsson, Theódóra S. Þorsteinsdóttir og Aðalsteinn Þorsteinsson, skrifstofustjóri sveitarfélaga og byggðamála hjá innviðaráðuneytinu. - mynd

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur skipað fulltrúa í ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til fjögurra ára frá og með 1. janúar sl. Ný ráðgjafarnefnd kom saman til fyrsta fundar í gær. Hlutverk ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er að gera tillögur til ráðherra um úthlutanir einstakra framlaga úr sjóðnum annarra en bundinna framlaga. 

Formaður nefndarinnar er Guðmundur Baldvin Guðmundsson, fv. oddviti í bæjarstjórn Akureyrar, sem skipaður er án tilnefningar og varaformaður með sama hætti er Sigtryggur Magnason, aðstoðarmaður ráðherra. Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefndi sex fulltrúa til setu í nefndinni og jafn marga til vara.

Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er þannig skipuð:

Aðalfulltrúar:

  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson, fv. oddviti í bæjarstjórn Akureyrar, formaður
  • Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar
  • Theódóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi
  • Dan Jens Brynjarsson, sviðsstjóri fjársýslusviðs Akureyrarbæjar
  • Hrund Pétursdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi í Sveitarfélaginu Skagafirði
  • Friðjón Einarsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ
  • Hörður Hilmarsson, skrifstofustjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar

Varafulltrúar:

  • Sigtryggur Magnason, aðstoðarmaður innviðaráðherra, varaformaður
  • Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps
  • Halla Karen Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ
  • Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar
  • Gísli Sigurðsson, bæjarfulltrúi í sveitarfélaginu Skagafirði
  • Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ
  • Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík
 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta