Sylvía Rut ráðin upplýsingafulltrúi menningar- og viðskiptaráðuneytisins
Sylvía Rut Sigfúsdóttir hefur verið ráðin nýr upplýsingafulltrúi menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Hún hefur störf á næstu vikum.
Sylvía Rut á að baki langan feril í fjölmiðlum og hefur starfað á ýmsum miðlum frá árinu 2013. Hún hefur undanfarið starfað sem varafréttastjóri á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og haft umsjón með Lífinu á Vísi. Hún hefur starfað við þáttagerð á Vísi og Stöð 2 á þáttum á borð við Einkalífið og ljósmyndaþáttunum RAX Augnablik sem hlutu Edduverðlaunin árið 2021.
Sylvía er með B.A.-gráðu í félagsfræði með fjölmiðlafræði sem aukafag frá Háskóla Íslands og M.A.-gráðu í fjölmiðlafræði frá Kaupmannahafnarháskóla.
Starfið var auglýsit í nóvember og rann umsóknarfrestur út 12. desember. Alls bárust 37 umsóknir um starfið.