Hoppa yfir valmynd
14. febrúar 2023 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Metskráning á samráðsþing um landsáætlun sem fram fer á fimmtudag

Mikill fjöldi fólks hefur skráð sig til leiks á samráðsþing um landsáætlun sem fram fer í Hörpu nú á fimmtudag, 16. febrúar. Þingið fjallar um landsáætlun um innleiðingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólksViðburðurinn er opinn öllum og að honum standa félags- og vinnumarkaðsráðuneytið ásamt forsætisráðuneytinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, ÖBÍ réttindasamtökum, Landssamtökunum Þroskahjálp og Geðhjálp.

Þingið stendur frá kl. 13:00-17:00 og aðgangur er ókeypis. Enn er hægt að skrá sig en skráningu lýkur í lok dags í dag, 14. febrúar.

Þinginu verður enn fremur streymt, sjá tengil hér neðst í fréttinni. Sjá enn fremur dagskrá þingsins hér að neðan.

Á þinginu verður leitast við að greina tækifærin fram undan og hvað skipti máli þegar horft sé til framtíðar. Þá munu vinnuhópar við gerð landsáætlunar kynna tillögur að aðgerðum. Fundarstjóri er Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Landsáætlunin er liður í innleiðingu og lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Landsáætlunin markar tímamót, enda fer nú í fyrsta sinn fram heildstæð stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks á Íslandi. Markmiðið er að fatlað fólk geti notið mannréttinda og mannfrelsis til fulls og til jafns við annað fólk.

Landsáætlunin mun ná til allra þeirra málefnasviða sem falla undir samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Henni fylgja skýrt skilgreind markmið og aðgerðir til að ná markmiðunum. Við setningu markmiðanna verða settir fram mælikvarðar og framvindan verður síðan metin á árlegu samráðsþingi.

 


Beint streymi af samráðsþinginu:

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta