Frumvarp um breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir í samráð
Umhverfis, orku- og loftslagsráðuneytið hefur sett til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Breytingarnar sem lagðar eru til í frumvarpinu eru nauðsynlegar til að bregðast við athugasemdum Eftirlitsstofnunar EFTA um innleiðingu tilskipunar ESB um geymslu koldíoxíðs í jörðu sem bárust frá stofnuninni í lok ágúst 2022. Tilskipunin var innleidd í íslensk lög með lögum nr. 12/2021.
Markmið með frumvarpinu nú, er að tryggja enn frekar samræmi ákvæða VI. kafla A. laganna og tilskipunar 2009/31/EB svo ekki leiki vafi á því að rekstraraðilar sem taka þátt í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir muni geta nýtt Carbfix tæknina við geymslu koldíoxíðs til frádráttar frá losun sinni.
Breyting á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir (geymsla koldíoxíðs)