Bylting í lyfjavísindum: gena- og frumumeðferðir – Er íslenska heilbrigðiskerfið tilbúið?
Frumtök, Landspítali og heilbrigðisráðuneytið standa saman að ráðstefnu 13. mars næstkomandi um tækifæri og áskoranir sem felast í gena- og frumumeðferðum. Fjallað verður um málefnið á breiðum grunni og um þá hröðu þróun sem á sér stað á þessu sviði.
Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis.