Hoppa yfir valmynd
24. febrúar 2023 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið, Forsætisráðuneytið

​Vinnufundir með loftslagssérfræðingum: Hvernig setja má loftslagsmálin á dagskrá?

Hópur sérfræðinga, sem vinnur að því að framfylgja loftslagsmarkmiðum stjórnvalda og móta stefnu um Sjálfbært Ísland, hlýddi á fyrirlestra þeirra Marshall og Berners-Lee. - mynd

Bresku loftslagssérfræðingarnir Mike Berners-Lee og George Marshall héldu síðustu viku fyrirlestur fyrir hóp sérfræðinga sem vinnur að því að framfylgja loftslagsmarkmiðum stjórnvalda og móta stefnu um Sjálfbært Ísland. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti einnig fund með þeim Berners-Lee og Marshall, en það voru forsætisráðuneytið og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið sem stóðu fyrir fyrirlestrinum.

Þá hittu sérfræðingar á vegum stjórnvalda þá Berners-Lee og Marshall á stuttum vinnufundum. Þar fjallaði Berners-Lee um mikilvægi þess að horfa á stóru myndina og hlutverk fyrirtækja, er kemur að loftslagsvánni, en Marshall benti á mikilvægi þess að sameina fólk í samtali og vinnu svo markmið í loftslagsmálum náist. Sagði Marshall mikilvægt að hlusta á ólíka hópa og finna hvernig loftslagsbreytingar hafi áhrif á þá. Þannig megi finna sameiginlega snertifleti og samvinnugrundvöll.

Þeir Berners-Lee og Marshall  voru staddir á Íslandi í tengslum við Earth 101, verkefni alþjóðlegrar upplýsingaveitu um loftslagsmál sem styrkt er af Loftslagssjóði.

Báðir hafa þeir veitt ráðgjöf til fyrirtækja og ríkisstjórna um loftslagsmál, auk þess að hafa tekið virkan þátt í umræðum. Þeir eru höfundar vinsælla bóka um málefnið. Bækurnar There is No Planet B og How Bad are Bananas? eru verk Berners-Lee, en Marshall er höfundur Don‘t Even Think About it: Why our Brain is Wired to Ignore Climate Change.


  • George Marshall og Mike Berners-Lee. - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta