Hoppa yfir valmynd
27. febrúar 2023 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Norræn ráðstefna á Íslandi um heimsfaraldur og vinnumarkað

Þann 16. mars nk. standa félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og Vinnumálastofnun fyrir norrænni ráðstefnu á Grand Hótel í tilefni af formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Á ráðstefnunni verður fjallað um niðurstöður rannsóknarverkefnis OECD á viðbrögðum norrænu landanna og áhrifum heimsfaraldurs á vinnumarkað þeirra. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Nordic Lessons for an Inclusive Recovery – Nordic Conference on OECD's Work on Responses to the COVID-19 Impact on the Labour Market.

Viðburðinum er ætlað að varpa alþjóðlegu ljósi á viðbrögð stjórnvalda og áhrif heimsfaraldurs á vinnumarkað landanna með það að leiðarljósi að þau verði betur í stakk búin þegar áföll verða á vinnumarkaði í framtíðinni.

Ráðstefnan fer fram á ensku og er öllum opin. Hún stendur frá 9:00-16:00 og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Gestir skrá sig fyrir fram og er það gert hér:

Ýmist er hægt að velja að vera í salnum eða taka þátt í gegnum netið. Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast hér og að neðan. 

Ráðstefnustjóri verður Sigrún Gunnarsdóttir, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og doktor á sviði lýðheilsu, stefnumótunar og stjórnunar. Stjórnandi pallborðsumræðna verður Huginn Freyr Þorsteinsson, doktor í heimspeki og stjórnarformaður Vinnumálastofnunar. 

Greiningarvinna OECD byggir á alþjóðlegum samanburði og gögnum, og tengist framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar um græn, samkeppnishæf og félagslega sjálfbær Norðurlönd.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta