Streymt frá kynningu Boston Consulting Group á skýrslu um lagareldi
Helstu niðurstöður skýrslu alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi verður kynnt í dag kl. 13.30 á opnum fundi á Hilton Reykjavík Nordica. Jafnframt má fylgjast með fundinum í streymi.
Skýrslan gerir ítarlega úttekt á stöðu lagareldis á Íslandi ásamt framtíðarmöguleikum og áskorunum greinarinnar. Niðurstöður skýrslunnar munu nýtast við stefnumótun fiskeldis á Íslandi til framtíðar. Tekið var mið af umhverfismálum, verðmætasköpun og regluverki.
Til samræmis við stjórnarsáttmála var áhersla lögð á að kortleggja tækifæri til sjálfbærs vaxtar greinarinnar með vísindalega þekkingu að leiðarljósi. Gerð var samanburðargreining við þau lönd sem stunda lagareldi ásamt úttekt á mögulegum mótvægisaðgerðum vegna umhverfisáhrifa af hinni ýmsu starfsemi, þ.m.t. sjókvíaeldis.
Fylgjast má með streymi frá fundinum hér.
Skýrsluna má nálgast hér og enska útgáfu hér.