Frumvarp um raforkuöryggi í samráðsgátt
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur sett til kynningar í Samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til breytinga á raforkulögum sem ætlað er að styrkja raforkuöryggi almennings og smærri fyrirtækja.
Frumvarpið felur í sér eftirfylgni á hluta tillagna starfshóps frá árinu 2022, sem lutu að gerð reglugerðar með það markmið að auka raforkuöryggi. Tillögur starfshópsins byggðu m.a. á skýrslu starfshóps frá ágúst 2020 um orkuöryggi á heildsölumarkaði fyrir raforku.
Breytingarnar lúta að því að tryggja almenningi og smærri fyrirtækjum forgang að raforkuorku komi til skömmtunar, t.a.m. vegna framboðsskorts. Þá er mælt fyrir um söfnun og miðlun upplýsinga varðandi raforkuöryggi á heildsölu- og smásölumarkaði. Einnig er mælt fyrir um viðmið fyrir raforkuöryggi, sem nánar beri að útfæra og hljóta staðfestingu ráðherra.
Frestur til veitingu athugasemda er til 14. mars.