Hoppa yfir valmynd
2. mars 2023 Matvælaráðuneytið

Löggjöf um heilbrigðisþjónustu dýra endurskoðuð

Samkvæmt ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra mun matvælaráðuneytið ráðast í heildarendurskoðun löggjafar um heilbrigðisþjónustu dýra.

Endurskoða þarf núverandi löggjöf í ljósi breyttra aðstæðna hvað varðar dýraeign í landinu, framboð á þjónustu dýralækna og þeim möguleikum sem tækniframfarir bjóða upp á.
Gert er ráð fyrir að vinna við endurskoðun löggjafarinnar muni hefjast um mitt ár og að frumvarp verði lagt fyrir Alþingi 2024.

Þá hefur matvælaráðuneytið í samstarfi við Dýralæknafélag Íslands og Matvælastofnun unnið að lausnum á þeim bráðavanda sem skapast hefur á Höfuðborgarsvæðinu þar sem ekki hefur tekist að manna bakvaktir dýralækna. Samningar hafa náðst við sjálfstætt starfandi dýralækna á svæðinu og eru bakvaktir nú fullmannaðar frá og með 1. mars.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta