Hoppa yfir valmynd
10. mars 2023 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skýrsla starfshóps um skatta og skattaívilnanir á sviði umhverfismála

Starfshópur sem unnið hefur að skoðun á sköttum og skattaívilnunum á sviði umhverfismála hefur skilað skýrslu til fjármála- og efnahagsráðherra. Starfshópnum var falið að fara með heildstæðum hætti yfir skatta og skattaívilnanir sem varða stefnumörkun í umhverfismálum. Starfshópurinn hafði m.a. það hlutverk að fara yfir álagningu skatta og gjalda og skattaívilnanir, með tilliti til framkvæmdar. Samhliða var hópnum falið að taka til skoðunar hvort aðrar aðgerðir sem stutt geti sömu markmið kæmu til álita í þessum efnum.

Í skýrslu starfshópsins er að finna 9 tillögur ásamt mótvægisaðgerðum og hugmyndum að næstu skrefum vegna útfærslu og framkvæmd einstakra tillagna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta