Endurgreiðslur vegna sjúkraþjálfunar sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur framlengt rétt þeirra sem nýta sér þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara til endurgreiðslu kostnaðar frá sjúkratryggingum, til 15. maí.
Almennt er forsenda fyrir endurgreiðslu að fyrir liggi skrifleg beiðni frá lækni eða heilsugæslustöð þar sem sjúkdómsgreining kemur fram. Með reglugerðarbreytingu ráðherra er veitt heimild til að víkja frá þessu skilyrði vegna meðferðar hjá sjúkraþjálfara sem nemur allt að sex skiptum á ári.
Heilbrigðisráðuneytið hefur falið Sjúkratryggingum Íslands að hefja viðræður um gerð samnings við Félag sjúkraþjálfara.