Hoppa yfir valmynd
20. mars 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Bein útsending frá opnum fundi um íslenska máltækni og gervigreind

Menningar-og viðskiptaráðuneytið stendur í dag fyrir opnum kynningarfundi um íslenska máltækni og gervigreind í Grósku. Fundurinn hefst klukkan 13 og verður hægt að fylgjast með streymi hér á vef Stjórnarráðsins og á Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.
 
Meðal þátttakenda á fundinum verða Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og fulltrúar bandaríska tæknifyrirtækisins OpenAI. Anna Makanju, yfirmaður opinberrar stefnumótunar hjá OpenAI, og Angela Jiang, vörustjóri hjá OpenAI, verða gestir á viðburðinum.

Hvar stendur Ísland þegar kemur að máltækni? Hvað gerist næst? Hverju mun gervigreindin breyta fyrir íslenskuna? 

Yfirskrift fundarins er „Framtíðin svarar á Íslensku“ og verður meðal annars farið yfir þá áfanga sem náðst hafa í íslenskri máltækni fyrir tilstilli máltækniáætlunar stjórnvalda sem var samþykkt árið 2019, og rætt um næstu skref.  Fundarstjóri er Snorri Másson. 

Hægt er að fylgjast með streymi frá viðburðinum hér fyrir neðan frá klukkan 13. 

 

OpenAI gaf í síðustu viku út nýja uppfærslu á gervigreindar-mállíkaninu GPT þar sem íslenska var valin fyrst tungumála, utan ensku, í þróunarfasa þess. 40 sjálfboðaliðar hafa unnið að því síðustu vikur, á vegum máltæknifyrirtækisins Miðeindar í samstarfi við OpenAI, að þjálfa nýjustu útgáfuna, GPT-4, í því að svara betur á íslensku.

Á viðburðinum verður árangur máltækniáætlunarinnar kynntur, fjallað um næstu skref í stafrænni vegagerð með máltækni og samstarfið við OpenAI kynnt nánar.

Anna Makanju og Angela Jiang munu taka þátt í pallborðsumræðum ásamt Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra og Vilhjálmi Þorsteinssyni, stofnanda og eiganda Miðeindar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta