Hoppa yfir valmynd
27. mars 2023 Dómsmálaráðuneytið

Réttarvörslugáttin tilnefnd á ný til verðlauna sem Stafræn lausn ársins

Réttarvörslugáttin, stafræn vefgátt fyrir íslenska réttarvörslukerfið er í annað skipti tilnefnd til vefverðlauna SVEF. Árið 2020 vann réttarvörslugáttin til verðlauna sem vefkerfi ársins. SVEF eru samtök vefiðnaðarins, þeirra sem starfa að vefmálum á Íslandi og verða íslensku vefverðlaunin veitt í 22. skipti föstudaginn 31.mars.

Réttarvörslugáttin er verkefni sem er leitt af dómsmálaráðuneytinu og snýst um að útbúa stafrænan farveg fyrir örugga og hraða miðlun gagna og upplýsinga á milli aðila í réttarvörslukerfinu.

Í dag er mikill meirihluti rannsóknarmála afgreiddur af lögreglu og dómstólum í gegnum gáttina ásamt því að unnið er að innleiðingu á ákærum í ákveðnum brotaflokkum. Með tilkomu gáttarinnar sparast mörg handtök og vinnslutími mála styttist ásamt því að notendur hafa nú betri yfirsýn yfir stöðu og afgreiðslu mála.

Réttarvörslugáttin mun nýtast til að einfalda allan málarekstur, t.d. vegna sakamála, rannsóknarheimilda lögreglu og einkamála. Saksóknurum, lögmönnum og öðrum aðilum mála, verður gert kleift að hefja mál og afhenda gögn rafrænt til dómstóla á Íslandi með einföldum og öruggum hætti. Með stafrænu aðgengi opnast m.a. möguleikar á að málsmeðferð geti, að minnsta kosti að hluta til, farið fram rafrænt, ásamt því að öll málsmeðferð og samskipti verða skilvirkari og öruggari.

Með stafrænum samskiptaleiðum fyrir lögreglu, dómstóla og aðrar stofnanir í réttarvörslukerfinu opnast auk þess möguleikar á mun betra aðgengi málsaðila og almennings í framtíðinni að sínum gögnum, í gegnum miðlæga þjónustugátt Island.is, en Stafrænt Ísland og hugbúnaðarhúsið Kolibrí eru samstarfsaðilar dómsmálaráðuneytisins í verkefninu.

Sjá nánar um stafræna réttarvörslugátt.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta