Hoppa yfir valmynd
29. mars 2023 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Lumar þú á sparnaðarlausn sem nýtist í opinberum rekstri?

Hinn árlegi Nýsköpunardagur hins opinbera fer fram 24. maí. Þemað í ár er Nýsköpun í opinberum sparnaði en að viðburðinum stendur Ríkiskaup í samvinnu við, Fjártækniklasann og Fjársýsluna, fjármála- og efnahagsráðuneytið og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið. 

Aðstandendur viðburðarins leita nú til nýskapandi hugmyndasmiða sem luma á sparnaðarlausnum sem nýtast í opinberum rekstri. Nýsköpunardagur hins opinbera hefur verið vel sóttur síðustu ár, bæði af stofnunum og sveitarfélögum. Þannig er þátttaka í viðburðinum kjörið tækifæri til að stíga á svið og kynna nýjar lausnir.

Hægt er að senda inn upplýsingar um lausnir með því að smella hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta