Hoppa yfir valmynd
30. mars 2023 Utanríkisráðuneytið

Ráðuneytisstjórar NB8-ríkjanna ræddu stöðuna vegna Úkraínu

Ráðuneytisstjórar utanríkisráðuneyta NB8-ríkja. Martin Eyjólfsson 3. frá hægri - myndUtanríkisráðuneyti Lettlands
Stuðningur við Úkraínu vegna innrásar Rússlands og staða alþjóðakerfisins voru helstu umfjöllunarefnin á fundi ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneyta Norðurlanda og Eystrasaltsríkja (NB8) sem fram fór í Ríga í Lettlandi í gær. Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins tók þátt í fundinum fyrir Íslands hönd. 

Ráðuneytisstjórarnir heimsóttu einnig Camp Adazi, herstöð lettneska hersins, og fylgdust með heræfingu sem ber heitið Crystal Arrow. Þar hitti ráðuneytisstjóri íslenskan borgaralegan sérfræðing sem starfar á vegum utanríkisráðuneytissins í Camp Adazi við upplýsingamiðlun í samskipta- og upplýsingadeild Mechanized Infantry Brígade – MIB. Staða sérfræðingsins er liður í framlagi Íslands til samstöðuaðgerða Atlantshafsbandalagsins í Eystrasaltsríkjunum og Póllandi (eFP) en íslenskir sérfræðingar gegna hliðstæðum stöðum í Litáen og Eistlandi.

Í ferð sinni til Ríga átti ráðuneytisstjóri jafnframt tvíhliða fund með Andris Pelšs, ráðuneytisstjóra lettneska utanríkisráðuneytisins. Tvíhliða samskipti ríkjanna, orkumál í Evrópu og staða mála á norðurslóðum voru til umræðu á fundinum. Auk þess ræddu ráðuneytisstjórarnir formennsku Íslands í Evrópuráðinu og leiðtogafundinn í Reykjavík, en Lettland tekur við formennskukeflinu af Íslandi í maí.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta