Hoppa yfir valmynd
31. mars 2023 Matvælaráðuneytið

Samkomulag undirritað um vigtun, skráningu og eftirlit með uppsjávarstofnum

Ísland hefur ásamt Noregi, ESB, Færeyjum, Grænlandi og Bretlandi skrifað undir samkomulag um samrýmdar reglur varðandi framkvæmd vigtunar, skráningar og eftirlits með uppsjávarstofnum. Fiskstofnarnir sem um ræðir eru makríll, kolmunni, norsk íslensk vorgotssíld og hrossamakríll.

Samkomulagið kemur til með að samræma leikreglur veiðiríkjanna, auka traust um veiðar á uppsjávarfiski og auðvelda eftirlit með löndun á uppsjávarafla. Ísland uppfyllir þegar flestar þær reglur sem samkomulagið nær til, en stærsta breytingin innanlands mun verða sú að uppsjávarafla skal vigta við löndun aflans. Samkomulagið kveður á um að ríkin þurfi að uppfylla ákvæði samkomulagsins fyrir 1. janúar 2026 og er því aðlögunartími til stefnu.

Matvælaráðuneytið hefur þegar hafið vinnu við að uppfæra reglugerðir í samræmi við samkomulagið og mun birta þær í samráðsgátt stjórnvalda.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta