Hoppa yfir valmynd
31. mars 2023 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Styrkjum úr Loftslagssjóði úthlutað í fjórða sinn

Lokið hefur verið við úthlutun úr Loftslagssjóði og er þetta í fjórða sinn sem úthlutað er úr sjóðnum sem heyrir undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Hlutverk Loftslagssjóðs er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Við úthlutun þessa árs var lögð áhersla á verkefni sem skila samdrætti í losun og stuðla að sjálfstæðu landsmarkmiði Íslands um að draga úr losun á beinni ábyrgð Íslands um 55% (miðað við árið 2005) fyrir 2030, sem og hagnýta grunnþekkingu sem þegar er til staðar og getur gagnast við að draga úr losun sem víðast í samfélaginu.

Alls bárust 65 umsóknir í sjóðinn og var sótt alls um rúmar 715 milljónir króna. Þar sem mjög fáar umsóknir féllu að áherslum stjórnar að þessu sinni, eins og þær voru settar fram í handbók, var ákveðið að styrkja aðeins tvö verkefni um rúmar 26 milljónir króna. Þau verkefni sem hlutu styrk að þessu sinni eru framleiðsla á endurnýjanlegum kolefnisneikvæðum byggingarvörum með því að endurvinna gler og byggingarúrgang og orkusparnaður á togveiðiskipum.

Það hefur því  verið ákveðið að auglýsa aftur eftir umsóknum í sjóðinn. Verður það auglýst á síðu Rannís og sjóðsins. Stefnt er að opnun fyrir umsóknir í byrjun maí, með umsóknarfrest 15. júní 2023. 

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra: „Ísland ætlar sér að vera í fremstu röð ríkja við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka bindingu kolefnis og til að svo geti orðið þurfa allir að leggjast á eitt. Draga þarf úr losun frá bæði byggingariðnaði og sjávarútvegi og eru styrkhafar að leggja sín lóð á vogarskálarnar við þá vinnu. Ég óska þeim til hamingju með spennandi verkefni.“

Nýsköpunarverkefni

 Heiti verkefnis

 Aðalumsækjandi

 Styrkupphæð (kr.)

 Framleiðsla á endurnýjanlegum kolefnisneikvæðum byggingarvörum 

 með því að endurvinna gler og byggingarúrgang.

 Rockpore ehf.

11.240.000

 Orkusparnaður á togveiðiskipum

 Optitog ehf

15.000.000

 

Loftslagssjóður heyrir undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, en Rannís annast rekstur hans. Stjórn Loftslagssjóðs tekur ákvarðanir um úthlutanir í samræmi við reglur sjóðsins.

Frétt og listi yfir styrkþega á vef Rannís.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta