Hoppa yfir valmynd
5. apríl 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Höfuðborgarsvæðið í sókn

Höfuðborgarsvæðið í sókn - myndMarkaðsstofa höfuðborgarsvæðisins

Frá stofnun Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.

Stofnuð hefur verið Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins með aðkomu sveitarfélaga á svæðinu, atvinnulífsins og stjórnvalda. Markaðsstofan verður vettvangur til að markaðssetja og þróa áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið í heild og ná þannig betri árangri.

Verkefnið hefur verið tvö ár í undirbúningi. Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra ferðamála og Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) undirrituðu samning um stofnun starfsvettvangsins snemma árs 2022 en hann byggir á Framtíðarsýn og leiðarljósi íslenskrar ferðaþjónustu til 2030.

„Það er mikið framfaraskref að Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins sé orðin að veruleika. Nú eru áfangastaðastofur í öllum landshlutum sem stuðla að aukinni samvinnu milli ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs á viðkomandi svæðum. Þetta er liður í að efla stoðkerfi ferðaþjónustunnar og styðja við þróun áfangastaða í átt að sjálfbærni og aukinni samkeppnishæfni,‘‘ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra við stofnun Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.

Markaðsstofan verður áfangastaðastofa fyrir höfuðborgarsvæðið allt og eru stofnaðilar Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins. Samhliða stofnfundi verður áfangastaðaáætlun höfuðborgarsvæðisins birt. Áhersla verður á þróun og kynningar- og markaðsstarf ásamt samlegð og samtali hagaðila í ferðaþjónustu og tengdra aðila.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta