Hoppa yfir valmynd
12. apríl 2023 Utanríkisráðuneytið

Rætt um þróun öryggismála í Norður-Evrópu

Rætt um þróun öryggismála í Norður-Evrópu - myndMynd: Varnarmálaráðuneyti Finnlands

Yfirmenn herafla þátttökuríkja í sameiginlegu viðbragðssveitarinni (Joint Expeditionary Force, JEF)  ræddu þróun öryggismála og samstarf um viðbúnað og viðbragð á Norður-Atlantshafi, norðurslóðum og Eystrasalti á fundi í Helsinki í dag. Í tengslum við fundinn var farið yfir hugsanlegar sviðsmyndir þar reynt getur á sameiginlega viðbragðsgetu ríkjanna og hvernig sú geta nýtist sem hluti af aðgerðum Atlantshafsbandalagsins. Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu sótti fundinn.

JEF er samstarfsvettvangur líkt þenkjandi Norður-Evrópuríkja um öryggis- og varnarmál með áherslu á norðurslóðir, Norður-Atlantshafið og Eystrasaltið. Samstarfinu er ætlað að tryggja skjót viðbrögð við hvers kyns aðstæðum á friðar-, hættu- og ófriðartímum, og styðja við annað fjölþjóðasamstarf, svo sem á vegum Atlantshafsbandalagsins. Þátttökuríkin eiga jafnframt reglubundið og virkt öryggispólitískt samráð.

Sjá fréttatilkynningu frá fundinum

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta