Hoppa yfir valmynd
12. apríl 2023 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkir til þátttöku framhaldsskólanema í alþjóðlegum nemakeppnum í stærðfræði og raunvísindum

Mennta- og barnamálaráðuneytið auglýsir til umsóknar styrki til þátttöku framhaldsskólanema í alþjóðlegum nemakeppnum í stærðfræði og raunvísindum, þ.e. eðlisfræði, efnafræði og líffræði, á árinu 2023.

Markmið styrkjanna er að fjölga nemendum í stærðfræði og raunvísindum. Heildarfjárhæð styrkja á árinu 2023 er allt að 13 m.kr. og eru styrkirnir veittir til að standa straum af ferðakostnaði vegna þátttöku í keppnunum.

Ef umsóknaraðili hefur áður fengið styrk þá þarf hann að hafa skilað greinargerð um hvernig styrknum var ráðstafað. Ekki eru veittir styrkir til verkefna sem hljóta styrki á fjárlögum eða falla undir aðra sjóði ráðuneytisins eða samninga sem gerðir hafa verið við ráðuneytið.

Umsóknir skulu sendar til [email protected] í síðasta lagi 30. apríl 2023.

Nánari upplýsingar veitir Stefán Snær Stefánsson hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu: stefan.s.stefansson hjá mrn.is / 545-9500.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta