Hoppa yfir valmynd
14. apríl 2023 Innviðaráðuneytið

Norrænn ungmennafundur um sjálfbær sveitarfélög

Nordregio, rannsóknarstofnun Norrænu ráðherranefndarinnar á sviði byggðamála, stendur fyrir veffundi um leiðir til að virkja ungmenni við að skapa sjálfbært samfélag á Norðurlöndum. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 26. apríl nk. milli kl. 13-15. Fólk á öllum aldri er hvatt til að skrá sig á veffundinn á vef Nordregio.

Efni fundarins verður að ræða hvernig megi virkja ungt fólk til áhrifa í nærumhverfi sínu og sveitarfélögum og í virka þátttöku við að skapa sjálfbært samfélag. Fulltrúar frá þremur sveitarfélögum, Hafnarfirði, Tierp í Svíþjóð og Korsholm í Finnlandi taka til máls. Þá verður einnig sögð reynslusaga af því hvernig hægt er að nota hakkaþon til að virkja ungmenni í verkefni á sviði sjálfbærni.

Nordregio er leiðandi rannsóknarstofnun á sviði byggðaþróunar og skipulagsmála á Norðurlöndum og í Evrópu, en stofnandi hennar var Norræna ráðherranefndin. Nordregio stundar lausnamiðaðar og hagnýtar rannsóknir á sviðum sem eru ofarlega á baugi í heimi vísinda en einnig hjá yfirvöldum og fagfólki. Eitt helsta verkefni Nordregio er að stuðla að þróun byggðastefnu og sjálfbærum hagvexti á Norðurlöndum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta