Hoppa yfir valmynd
14. apríl 2023 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Tímarannsókn til að meta umfang ólaunaðra heimilis- og umönnunarstarfa

Vinnuhópur um undirbúning að rannsókn á ólaunuðum heimilis- og umönnunarstörfum, sem stundum nefnast önnur og þriðja vaktin, hefur gert tillögu að tímarannsókn. Markmið rannsóknarinnar er að fanga umfang þessara starfa.

Verkefnið sem unnið er í samstarfi forsætisráðuneytisins og Hagstofu Íslands byggir á ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá 19. ágúst 2022 um að hefja undirbúning á rannsókn á annarri og þriðju vaktinni. Á grunni skýrslu vinnuhópsins mun Hagstofan hanna og innleiða gagnasöfnunarform fyrir tímarannsóknina. Gagnasöfnun mun fara fram á haustmánuðum og gert er ráð fyrir því að niðurstöður verði birtar í mars 2024.

Rannsóknin er einnig hluti af undirbúningi fyrir tímanotkunarrannsókn (e. Time Use Survey – TUS) sem fram framkvæma á 2029 samkvæmt EES skuldbindingum.

Íslenska tímarannsóknin – Tillögur að framkvæmd og úrvinnslu

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta