Hoppa yfir valmynd
19. apríl 2023 Utanríkisráðuneytið, Forsætisráðuneytið

Upplýsingar um götulokanir vegna leiðtogafundar

Leiðtogafundur Evrópuráðsins verður haldinn í Hörpu dagana 16. og 17. maí næstkomandi. Um 40 leiðtogar hafa boðað komu sína og ljóst að umfang á öryggisráðstöfunum verður mikið. Svæðið í kringum Hörpu og í Kvosinni verður lokað fyrir umferð almennra ökutækja, nema viðbragðsaðila, frá kl. 23 mánudaginn 15. maí til kl. 18 miðvikudaginn 17. maí. Mynd af lokunarsvæðinu má finna hér neðar í fréttinni. 

Ljóst er að áhrif þessara lokana verða talsverð á daglegt líf íbúa og atvinnustarfsemi á svæðinu. Þá má einnig gera ráð fyrir umferðartöfum á öllu höfuðborgarsvæðinu í tengslum við akstur sendinefnda á þessum dögum og verða áhrifin hvað mest síðdegis á þriðjudeginum og miðvikudeginum. 

Þetta verður í fjórða sinn í 74 ára sögu Evrópuráðsins sem leiðtogar aðildarríkja koma saman undir merkjum ráðsins. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru gestgjafar fundarins en auk aðildarríkja Evrópuráðsins verður aðalframkvæmdastjórum Sameinuðu þjóðanna, ÖSE, Evrópusambandsins og OECD, ásamt fleirum, boðið að ávarpa fundinn. 

Upplýsingafundur var haldinn í gær með íbúum og rekstraraðilum í miðborginni vegna götulokana í tengslum við leiðtogafundinn. Fulltrúar frá forsætisráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu, lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Ríkislögreglustjóra og Reykjavíkurborg kynntu leiðtogafundinn og sátu fyrir svörum. 

Hér má finna almennar upplýsingar um leiðtogafundinn og formennsku Íslands í Evrópuráðinu. Auk frekari upplýsinga um götulokanir

 
  • Upplýsingar um götulokanir vegna leiðtogafundar - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta