Hoppa yfir valmynd
21. apríl 2023 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Teitur Erlingsson er nýr aðstoðarmaður mennta- og barnamálaráðherra

Teitur Erlingsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra.

Teitur er með B.A.-próf í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst. Hann starfaði tímabundið sem framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins frá áramótum og fram í mars. Hann var verkefnisstjóri á skrifstofu Framsóknarflokksins 2021–2022 og samskiptastjóri Háskólans á Bifröst 2019–2021. Þá gegndi Teitur stöðu varaforseta Landssambands íslenskra stúdenta 2018–2019 og tók þátt í gæðastarfi á vegum gæðaráðs íslenskra háskóla 2018–2020.

Teitur er fæddur og uppalinn á bænum Brún í Reykjadal í Þingeyjarsveit.

Teitur hefur störf 15. maí nk. Hann tekur við af Arnari Þór Sævarssyni, sem hverfur til annarra starfa, og mun starfa ásamt Sóleyju Ragnarsdóttur, sem einnig er aðstoðarmaður mennta- og barnamálaráðherra.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta