Hoppa yfir valmynd
28. apríl 2023 Matvælaráðuneytið

Fyrsti hluti skýrslu um gagnaauðlind sjávarútvegsins afhentur

Ráðgjafafyrirtækið Intellecta hefur skilað skýrslu til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um fyrsta áfanga verkefnis um markvissari og skilvirkari öflun og úrvinnslu gagna í sjávarútvegi. Meginmarkmið áfangans er að greina upplýsingamyndun við fiskveiðar, allt frá veiðiferð til útskipunar.

Í skýrslunni eru einnig greind þau tækifæri sem eru til staðar fyrir betri gagnanýtingu í sjávarútvegi. Tilgangur gagnaöflunarinnar er jafnframt greindur og yfirlit gert um gagnavistun og -söfnun.

Möguleikar til úrvinnslu gagna í sjávarútvegi hafa gerbreyst með tækniþróun, þ.m.t. gervigreind. Gögn eru því orðin ein af grunnforsendum nýsköpunar, stefnumótunar og ákvarðanatöku í atvinnugreininni. Mikil gagnaauðlind hefur orðið til síðustu áratugi hjá opinberum stofnunum, útgerðum, fiskmörkuðum og -vinnslum. Þau gögn hafa verið fáum aðgengileg fram til þessa, utan eigenda gagnanna, og hafa því nýst takmarkað. Eitt meginmarkmið verkefnisins er því að draga saman tækifæri og leiðir til að nýta gögnin betur til virkari stjórnsýslu, eftirlits og til eflingar rannsókna.

Næsti áfangi verkefnisins er tæknivinna sem ætlað er að tryggja markvissa og örugga gagnasöfnun ásamt aðgengi þeirra sem hafa heimild til notkunar gagnanna. Í samstarfi við Brim, Hafrannsóknastofnun, Fiskistofu, Brim og Intellecta er nú unnið að því að sannreyna tæknina sem byggir á skýjalausnum. Áætlað er að niðurstöður þessa áfanga liggi fyrr í lok maí nk.

Skýrslu Intellecta má nálgast hér.


Efnisorð

Heimsmarkmiðin

12. Ábyrð neysla og framleiðsla
13. Aðgerðir í loftslagsmálum
17. Samvinna um markmiðin
14. Líf í vatni
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
9. Nýsköpun og uppbygging
8. Góð atvinna og hagvöxtur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta