Hoppa yfir valmynd
3. maí 2023 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra fundaði með Volodymyr Zelensky

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti í dag tvíhliða fund með Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, í Helsinki. Fundur þeirra fór fram í kjölfar norræns leiðtogafundar þar sem forseti Úkraínu var gestur.

Á fundinum ræddu Katrín og Zelensky m.a. leiðtogafund Evrópuráðsins sem hefst í Reykjavík eftir tæpar tvær vikur. Þar verða málefni Úkraínu í brennidepli. Mikil áhersla verður lögð á að sækja bætur fyrir það tjón sem stríðsrekstur Rússa hefur valdið. Liður í því er að koma á fót sérstakri tjónaskrá sem kynnt verður á leiðtogafundinum.

Þá var rætt hvernig Ísland geti með sem bestum hætti stutt áfram við Úkraínu. Þar er m.a. horft til samstarfs á sviði orkumála og heilbrigðismála. Loks var rætt um stöðuna og horfur í stríðinu og hugmyndir um sérstakan friðarfund. Um var að ræða annan fund Katrínar og Zelensky en forsætisráðherra og utanríkisráðherra heimsóttu Kænugarð í mars sl.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta