Leiðtogafundur Norðurlandanna með forseta Úkraínu
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur þátt í leiðtogafundi Norðurlandanna með Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, í Helsinki í dag.
Á fundinum verður rætt um áframhaldandi stuðning Norðurlandanna við Úkraínu vegna innrásarstríðs Rússlands, umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu og hvernig stuðla megi að friði og hefja efnahagsuppbyggingu í landinu.
Að loknum leiðtogafundinum mun forsætisráðherra eiga tvíhliða fund með Úkraínuforseta.