Ráðstefna um nýja sókn gegn kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi
Umfangsmikil ráðstefna um nýja sókn gegn kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi verður haldin dagana 25.-26. maí n.k. Markmið ráðstefnunnar er að efla stefnumótun og bæta þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis.
Sigurhæðir skipuleggja ráðstefnuna með stuðningi frá European Family Justice Center Alliance. Að ráðstefnunni standa auk þess Bjarkarhlíð, dómsmálaráðuneyti, félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, Jafnréttisstofa, Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu, námsbraut í kynjafræðum við Háskóla Íslands, Ríkislögreglustjóri og Soroptimistaklúbbur Suðurlands.
Ráðstefnan fer fram fimmtudaginn 25. maí kl. 8.30-17.00 á Hótel Natura Reykjavík og föstudaginn 26. maí kl. 9.00-12.00 á Háskólatorgi, fyrirlestrarsal HT105, í Háskóla Íslands. Ráðstefnugjald er 5.000 kr. og innifalið er hádegisverður á fimmtudeginum.
Hröð þróun hefur orðið undanfarin misseri í að greina fyrirliggjandi þjónustu við þolendur, hvar þörf sé á að bæta úr og hvernig hægt sé að samhæfa og samræma þjónustu þeirra mismunandi aðila sem að henni þurfa að koma. Þessi þróun hefur verið áberandi víða í stjórnkerfinu, hjá þjónustuaðilum við þolendur kynbundins ofbeldis og heimilisofbeldis, lögreglu og í fræðasamfélaginu. Þekkingu á eðli ofbeldisins og afleiðingum þess hefur auk þess fleygt fram, jafnt innan stjórnkerfisins og fræðasamfélagsins og hjá þolendamiðstöðvunum sjálfum.
Á ráðstefnunni verður gefið yfirlit yfir þessa hröðu og þýðingarmiklu þróun og er markmiðið sem fyrr segir að efla stefnumótun og bæta þjónustuna við þolendur kynbundins ofbeldis.
DAGSKRÁ
FIMMTUDAGUR 25. MAÍ
08.00-08.30Innritun
08.30-08.40
Setningarávarp
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
08.40-09.10
Developing and implementing a multidisciplinary approach to gender-based violence
Bert Groen, forseti European Family Justice Center Alliance
09.10-09.40
Sérstaða íslensku þolendamiðstöðvanna
09.10-09.20 Framtíðarsýn Bjarkarhlíðar
Jenný Kristín Valberg, forstöðukona Bjarkarhlíðar
09.20-09.30 Þegar samfélagið stendur saman
Kolbrún Magnea Kristjánsdóttir, teymisstjóri Bjarmahlíðar
09.30-09.40 Það er nógur tími
Elísabet Lorange, listmeðferðarfræðingur og meðferðarstýra Sigurhæða
09.40-10.05
Íslenskar þolendamiðstöðvar, tækifæri og áskoranir fram undan
Kristín Anna Hjálmarsdóttir, kynjafræðingur
10.05-10.25
Morgunkaffi
10.25-10.50
Framtíðarskipan þjónustu vegna ofbeldis
Arndís Soffía Sigurðardóttir, sýslumaður og formaður starfshóps félags- og vinnumarkaðsráðuneytis um mótun tillagna um fyrirkomulag þjónustu vegna ofbeldis
10.50-11.15
Aðgerðir dómsmálaráðuneytis gegn kynbundnu ofbeldi
Ragna Bjarnadóttir, skrifstofustjóri skrifstofu almanna- og réttaröryggis í dómsmálaráðuneytinu
11.15-11.40
Breytt nálgun lögreglu
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, Ríkislögreglustjóri
11.40-12.05
Heilbrigðisþjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis
Drífa Jónasdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu
12.05-12.45
Matarhlé
12.45-13.10
Heilsufarslegar afleiðingar áfalla
Edda Björk Þórðardóttir, sálfræðingur á geðsviði Landspítalans og lektor við læknadeild HÍ
13.10-13.35
Trauma-informed Care and Hope based theory and practice
Pascale Franck, framkvæmdastjóri EFJCA
13.35-14.00
EMDR-meðferð Sigurhæða og árangur hennar
Jóhanna Kristín Jónsdóttir, sálfræðingur Sigurhæða
14.00-15.00
Masterclass: Coercive Control and the Homicide Timeline
Dr. Jane Monckton Smith, prófessor við Háskólann Gloucestershire
15.00-15.20
Kaffihlé
15.20-16.20
Masterclass – framhald
16.20-16.50
Fyrirspurnir – umræður
16.50-17.00
Dagskrá slitið
FÖSTUDAGUR 26. MAÍ
09.00-09.20
Þjónusta sveitarfélaga við þolendur kynbundins ofbeldis: Þarf hún að aukast?
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
09.20-09.40
Saman gegn ofbeldi í Reykjavík
Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir, sérfræðingur í jafnréttismálum á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar
09.40-10.30
The concept of coordination from the FJC perspective – Why, Who and How?
Bert Groen og Pascale Franck
10.30-10.50
Kaffihlé
10.50-11.50
Why, Who and How? Framhald
Bert Groen og Pascale Franck
11.50-12.00
Lokaávarp
Hildur Jónsdóttir, verkefnisstjóri Sigurhæða