Sprotasjóður styrkir 25 verkefni
Sprotasjóður leik- grunn- og framhaldsskóla hefur úthlutað 56,8 m.kr. til 25 skólaþróunarverkefna fyrir skólaárið 2023–2024. Mennta- og barnamálaráðherra og formaður stjórnar sjóðsins afhentu styrkina við hátíðlega athöfn í mennta- og barnamálaráðuneytinu í dag.
Sprotasjóður styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga. Umsýsla er hjá Rannís. Áherslusvið sjóðsins voru að þessu sinni
- farsæld barna og ungmenna með áherslu á geðrækt, geðtengsl, geðheilbrigði,
- sköpun og hönnun,
- stafræn borgaravitund, upplýsinga- og miðlalæsi.
Eftirfarandi umsækjendur og verkefni hlutu styrki að þessu sinni:
- Leikskóli Seltjarnarness: Listaskáli á leikskóla
- Flensborgarskóli: Félagsleg tengsl og vellíðan í nýnemabekkjum
- Steinþór Snær Þrastarson: Hænsnakofinn
- Sunnugarður ehf.: Menningararfleið í læsistengdri skynjun
- Kópavogsbær: Við erum glöð í geði þegar við erum með !!
- Kópavogsbær: Komdu út að leika og skapa!
- Leikskólinn Goðheimar, Sveitarfélagið Árborg: Geymast mér í minni myndir bernskunar
- Leikskólinn Miðborg: Starfshættir í aðlögun sem eflir tengslamyndun
- Helgafellsskóli: Skapið og þér munuð finna (nýjan tilgang)
- Grunnskólinn á Þórshöfn: Það vex, sem að er hlúð.
- Hafnarfjarðarkaupstaður, allir grunnskólar og mennta- og lýðheilsusvið: Kyn- og kynjafræðsla
- Tálknafjarðarskóli: Geðrækt í Tálknafjarðarskóla
- Laugalækjarskóli: Stafrænar spírur
- Menntaskólinn við Sund: Þróun nemendaþjónustu með farsæld að leiðarljósi
- Fossvogsskóli: Hundur í skóla - aukin vellíðan
- Akureyrarbær, fræðslu- og lýðheilsusvið: Bætt verklag í baráttu við skólaforðun
- Stóru-Vogaskóli: Íslenska í orði og á borði
- Mosfellsbær: Aukin farsæld hinsegin barna Í samfélaginu
- Menntaskólinn á Akureyri: Geðrækt í MA - Bjargráðin 5
- Oddeyrarskóli: Bætt líðan - aukin fræðsla
- Reykjavíkurborg: Mixið - fjölbreytt og skapandi vinna í smiðjum
- Félags- og skólaþjónusta Austur-Húnvetninga: Sameiginleg forvarnaráætlun Norðurlands Vestra
- Leikskólinn Holt: Leikgleði í gegnum sögur og söng
- Kópavogsbær: Að efla stafræna ábyrgð nemenda.
- Sveitarfélagið Árborg: Hvernig má styðja við farsæld barna í leikskóla?
Sprotasjóði bárust 76 umsóknir í ár sem er 30% aukning frá því í fyrra.