Hoppa yfir valmynd
15. maí 2023 Matvælaráðuneytið

Styrkir til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum

Matvælaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til lífrænnar aðlögunar í landbúnaði.

Framleiðendur sem hafa byrjað lífræna aðlögun í samræmi við gildandi reglugerð um lífræna framleiðslu landbúnaðarafurða og merkingar geta sótt um. Lífræna aðlögunin skal jafnframt vera undir eftirliti faggildu löggildingarstofunnar Túns.

Athygli er vakin á að sækja ber sérstaklega um styrki í garðyrkju, skv. ákvæðum reglugerðar um stuðning við garðyrkju nr. 1273/2020. Í öðrum greinum landbúnaðar er sótt um styrki samkvæmt ákvæðum reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað nr. 430/2021.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 15. júní nk. Sótt er um á Afurð.is þar sem einnig má finna upplýsingar um nauðsynleg fylgiskjöl með umsókn.


Efnisorð

Heimsmarkmiðin

12. Ábyrð neysla og framleiðsla
13. Aðgerðir í loftslagsmálum
17. Samvinna um markmiðin
15. Líf á landi
14. Líf í vatni
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
9. Nýsköpun og uppbygging
8. Góð atvinna og hagvöxtur
2. Ekkert hungur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta