Hoppa yfir valmynd
24. maí 2023 Matvælaráðuneytið

Talað tæpitungulaust um auðlindina

Gerð hefur verið samantekt á ábendingum almennings, sérfræðinga og hagaðila sem leitað var til við undirbúning sjávarútvegsstefnu í verkefninu Auðlindin okkar.

Samantektin ber heitið Tæpitungulaust  og inniheldur ábendingar þeirra 132 sérfræðinga sem samstarfshópar og samráðsnefnd verkefnisins leituðu til. Einnig eru þar ummæli  fundargesta sem tjáðu sig á samræðufundum sem haldnir voru á Akureyri, Eskifirði, Ísafirði, Reykjavík og Vestmannaeyjum. Samræðufundina sóttu um 500 manns og um 5.000 fylgdust með þeim í streymi.

Í samantektinni má jafnframt finna þær athugasemdir sem fram komu í samráðsgátt stjórnvalda við bráðabirgðatillögur samráðsnefndar verkefnisins sem kynntar voru í janúar sl. auk skriflegra svara úr spurningakönnun Félagsvísindastofnunar og ábendinga sem bárust á netfangið [email protected].

Starfshópar verkefnisins leggja nú lokahönd á þær tillögur sem kynntar verða 6. júní nk. Í framhaldinu verða undirbúin lagafrumvörp sem verða lögð fram á vorþingi 2024.

 

Samantektina, Tæpitungulaust, má finna hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta