Á réttri leið - ráðstefna um öryggi í samgöngum
Á réttri leið, ráðstefna um öryggi í samgöngum, verður haldin þriðjudaginn 6. júní nk. frá kl. 13:00-16:30 í Veröld – húsi Vigdísar. Markmiðið með ráðstefnunni er að miðla þeirri þekkingu og breytingum sem hafa átt sér stað undanfarna áratugi og hvernig hægt er að læra af reynslunni, bæði hér heima og erlendis.
Ráðstefnan er haldin til að heiðra Ragnhildi Hjaltadóttur fyrir framlag hennar til öryggis í samgöngum. Ragnhildur lét nýverið af störfum sem ráðuneytisstjóri innviðaráðuneytisins eftir 40 ára farsælan feril hjá Stjórnarráðinu.
Öll eru velkomin á ráðstefnuna en áhugasöm eru beðin um að skrá þátttöku sína. Boðið verður upp á léttar veitingar eftir að ráðstefnunni lýkur. Fundarstjóri er Milla Ósk Magnúsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra.
Upptaka frá ráðstefnu
Dagskrá:
- 13:00 – Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra
Á réttri leið – öryggi í samgöngum
- 13:20 – Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir á LSH
Samgöngur – öryggi og heilsa
- 13:40 – Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna
Áskoranir, tækifæri og saga Slysavarnaskóla sjómanna.
- 14:00 – Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri
Öryggi í samgöngum – samstarf og árangur
- 14:20 – Hlé
- 14:40 – Michael Kingston, ráðgjafi hjá IMO um öryggi fiskiskipa og málefni norðurslóða
Öryggi á sjó, dæmisagan Ísland
- 15:00 – Björn Guðmundsson, öryggisstjóri Icelandair
Hvað er ásættanleg áhætta? Þróun öryggismála í alþjóðaflugi
- 15:20 – Bergur Ebbi Benediktsson, rithöfundur og fyrirlesari
- 15:40 – Ragnhildur Hjaltadóttir, fyrrv. ráðuneytisstjóri innviðaráðuneytisins
- 15:50 – Samantekt
- 16:00 – Ráðstefnu lýkur