Hoppa yfir valmynd
30. maí 2023 Forsætisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

Ríkisstjórnin styrkir verkefni um menningarsamstarf við Úkraínu

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum sl. föstudag að veita 5 milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til Háskóla Íslands vegna verkefnis um menningarsamstarf við Úkraínu. Þá hyggst utanríkisráðuneytið styrkja verkefnið um 4 milljónir króna.

Markmið verkefnisins er að auka þekkingu og skilning á Úkraínu í íslensku samfélagi, m.a. með því að skipuleggja viðburði fyrir almenning. Verkefnið var sett á laggirnar á síðasta ári og heyrir undir rannsóknarsetrið EDDU við Háskóla Íslands í samstarfi við Vigdísarstofnun og Alþjóðamálastofnun.

Sérstök áhersla hefur verið lögð á menningarlíf, sögu, fjölmiðla og stjórnmál. Einnig verður sérstaklega hugað að samfélagslegri þátttöku fólks frá Úkraínu á Íslandi og leitað leiða til að styrkja stöðu þeirra sem hér hafa sest að tímabundið eða til frambúðar vegna stríðsins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta