Bein útsending frá Hörpu: Samsköpun um betri framtíð í þjónustu við fatlað fólk
Norræn ráðstefna stendur nú yfir í Björtuloftum í Hörpu þar sem fjallað er um þær áskoranir sem fatlað fólk stendur frammi fyrir þegar horft er til framtíðar. Bein útsending er frá ráðstefnunni sem ber yfirskriftina Co-creating for a better future:
Ráðstefnan fer fram á ensku og tengist umfangsmikilli vinnu sem nú á sér stað við gerð landsáætlunar um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hún er einnig haldin í tilefni af formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.
Ráðstefnan er tvískipt:
- Hluti 1: 09.00-12.10:
Can new thinking change the tide in the services for persons with disabilities? - Hluti 2: 13.15-16.10:
Electronic data and service access for persons with disabilities
Til þess að takast á við áskoranir sem fatlað fólk stendur frammi fyrir er ljóst að breyta þarf hugarfari, skipulagi þjónustu og verkferlum. Tryggja þarf fötluðu fólki aðgang að stafrænum heimi til jafns við aðra og vera framsækin í að þróa lausnir.
Á ráðstefnunni flytja fjölmörg stutt erindi, bæði sérfræðingar og notendur sem hafa látið sig framtíð þjónustu við fatlað fólk varða. Markmiðið er að til verði nýjar hugmyndir, nýtt efni eða ný sjónarhorn sem nýst geta við gerð landsáætlunarinnar og almennt til að bæta þjónustu við fatlað fólk á Norðurlöndunum.