Hoppa yfir valmynd
1. júní 2023 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra sækir leiðtogafund EPC í Moldóvu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sækir í dag leiðtogafund hins pólitíska bandalags Evrópuríkja (e. European Political Community, EPC) sem fram fer skammt frá Chisinau, höfuðborg Moldóvu.

Alls eiga 47 ríki Evrópu aðild að EPC en vettvangurinn var stofnaður á síðasta ári. Markmið bandalagsins er að ýta undir pólitískt samtal Evrópuríkja, óháð því hvar þau eru staðsett í stofnanakerfi Evrópu með tilliti til aðildar að ESB og NATO. Um er að ræða annan leiðtogafundinn sem haldinn er á vettvangi EPC en sá fyrsti var haldinn í Prag í október sl.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta