Átta sóttu um tvö embætti héraðsdómara
Hinn 12. maí 2023 auglýsti dómsmálaráðuneytið í Lögbirtingablaði laus til umsóknar tvö embætti héraðsdómara. Annars vegar er um að ræða skipun í embætti dómara sem mun hafa fyrstu starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur frá og með 1. september 2023. Hins vegar er um að ræða setningu í embætti dómara með fyrstu starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur meðan á leyfi skipaðs héraðsdómara stendur. Sett verður í embættið frá og með 1. september 2023 og miðað er við að setningin vari til 28. febrúar 2029.
Umsækjendur um embættin eru eftirtaldir:
- Finnur Vilhjálmsson saksóknari,
- Guðrún Sesselja Arnardóttir lögmaður,
- Hákon Þorsteinsson lögfræðingur,
- Logi Kjartansson lögfræðingur,
- Oddur Þorri Viðarsson lögfræðingur,
- Sólveig Ingadóttir aðstoðarmaður héraðsdómara,
- Stefanía G. Sæmundsdóttir saksóknari,
- Sigurður Jónsson lögmaður.
Umsóknir verða afhentar dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara til meðferðar hið fyrsta.