Hoppa yfir valmynd
7. júní 2023 Forsætisráðuneytið

Drög að reglugerð um meðferð og nýtingu þjóðlendna í samráðsgátt

Drög að reglugerð forsætisráðherra um meðferð og nýtingu þjóðlendna hafa verið lögð fram til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Ætlunin er að setja umrædda reglugerð á grundvelli laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998.

Í reglugerðardrögunum er m.a. fjallað um leyfisveitingu sveitarfélaga fyrir afnot innan þjóðlendna, aðild að tímabundnum leigusamningum sveitarfélaga, samþykki ráðherra fyrir slíkum afnotum og málsmeðferð við samningsgerð sveitarfélaga um tímabundin afnot af landi og landsréttindum í þjóðlendum.

Sérstaklega má nefna ákvæði þess efnis að enginn megi vera aðili að hærra hlutfalli allra tímabundinna leigusamninga allra sveitarfélaga innan þjóðlendna en sem nemur 20%, hvort heldur einstakur aðili eða tengdir aðilar samanlagt. Samningar sem Vatnajökulsþjóðgarður gerir um afnot af landi og landsréttindum á þjóðlendum innan þjóðgarðsins samkvæmt heimild í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð teljast einnig með. Miðar þetta ákvæði að því ekki skapist hætta á samþjöppun slíkra réttinda innan þjóðlendna, einkum á hálendi Íslands.

Frestur til að skila athugasemdum er til 16. júní nk.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta