Öryggismál á norðurslóðum í brennidepli
Breyttar öryggishorfur á norðurslóðum, mikilvægi alþjóðalaga, bætt eftirlitsgeta og aukin varnarsamvinna lýðræðisríkjanna á norðurslóðum voru meðal þess sem Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra lagði áherslu á í opnunarávarpi sínu á málþingi um öryggismál á norðurslóðum sem fram fór í Þjóðminjasafninu í dag.
Í ávarpi sínu áréttaði utanríkisráðherra mikilvægi þess lýðræðisríkin á norðurslóðum efldu samstarf sín á milli um öryggis- og varnarmál, stæðu vörð um gildi alþjóðalaga og Atlantshafsbandalagið héldi úti virku eftirliti og viðveru á svæðinu.
„Ef það er ein leiðarstjarna í íslenskri utanríkistefnu þá eru það gildin og meginreglurnar sem endurspeglast í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og alþjóðalögum. Ísland má sín lítils í heimi þar sem valbeiting ræður ferðinni, sem er sú heimsmynd sem rússneskir og aðrir ólýðræðisleg valdhafar halda á lofti“, sagði Þórdís í ávarpi sínu. „Í mínum huga er það sjálfgefið að ekki er mögulegt að eiga í pólitísku samstarfi við Rússland á næstunni án þess að við göngum í berhögg við þessi sömu grunngildi sem eru undirstaðan í norðurslóðasamstarfi“, sagði ráðherra.