Hoppa yfir valmynd
9. júní 2023 Utanríkisráðuneytið

Nýr fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins

Ægir Þór Eysteinsson - mynd
Ægir Þór Eysteinsson hefur verið ráðinn fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins. 21 sótti um stöðuna sem auglýst var 22. mars sl. en þrír drógu umsóknir sínar til baka.

Ægir Þór hefur starfað sem sérfræðingur í menningar- og viðskiptaráðuneytinu frá 2022 en þar áður vann hann að upplýsingamálum fyrir Atlantshafsbandalagið, annars vegar hjá fjölþjóðaliðinu í Eistlandi og hins vegar í höfuðstöðvunum í Brussel. Ægir Þór starfaði um árabil við ýmsa fjölmiðla, lengst af hjá fréttastofu Ríkisútvarpsins. 

Sveinn H. Guðmarsson, sem gegnt hefur stöðu fjölmiðlafulltrúa frá árinu 2018, hverfur síðar í sumar til annarra starfa í utanríkisþjónustunni.
 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta