Hoppa yfir valmynd
13. júní 2023 Forsætisráðuneytið

Samningur um samstarf forsætisráðuneytisins og Siðfræðistofnunar

Eyja Margrét J. Brynjarsdóttir, stjórnarformaður Siðfræðistofnunar, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra undirrita samninginn. - myndAnton Brink

Forsætisráðuneytið og Háskóli Íslands, f.h. Siðfræðistofnunar, hafa gert með sér samning um ráðgjöf stofnunarinnar til stjórnvalda um siðferðisleg efni og gerð kennsluefnis um siðareglur.

Samkvæmt samningnum skal Siðfræðistofnun vera forsætisráðuneytinu til ráðgjafar í siðfræðilegum efnum á samningstímanum auk þess sem ráðuneytið getur óskað eftir ráðgjöf um einstök mál, þ.m.t. fyrirhugaða lagasetningu.

Þar að auki mun Siðfræðistofnun í samvinnu við forsætisráðuneytið vinna að gerð kennsluefnis, námskeiða og handbóka um siðareglur ráðherra og siðareglur starfsfólks Stjórnarráðsins. Þá verða skipulögð málþing um siðareglur og siðferði í opinberum störfum annars vegar og um gervigreind hins vegar.

Samningurinn gildir til maí 2024 en samkvæmt honum greiðir forsætisráðuneytið alls 7 milljónir króna til Siðfræðistofnunar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta