Hoppa yfir valmynd
14. júní 2023 Utanríkisráðuneytið

Tómas H. Heiðar endurkjörinn dómari við Alþjóðlega hafréttardóminn

Tómas H. Heiðar (fyrir miðju) ásamt Birgi Hrafni Búasyni, deildarstjóra í utanríkisráðuneytinu, og Ágústi Flygenring, úr fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. - myndutanríkisráðuneytið
Tómas H. Heiðar var í dag endurkjörinn dómari við Alþjóðlega hafréttardóminn á fundi aðildarríkja hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna í New York. Tómas hefur gegnt embætti dómara við dóminn frá árinu 2014 og verið varaforseti hans frá 2020.  

Tómas var tilnefndur sameiginlega til endurkjörs af Norðurlöndunum. Nýtt starfstímabil hans hefst 1. október 2023 og er til níu ára.  

Alþjóðlegi hafréttardómurinn hefur aðsetur í Hamborg og er skipaður 21 óháðum dómara, kjörnum af aðildarríkjum hafréttarsamningsins á grundvelli réttsýni og heiðarleika, auk viðurkenndrar sérfræðiþekkingar á sviði hafréttar.  

Tómas gegndi áður starfi þjóðréttarfræðings í utanríkisráðuneytinu á árunum 1996 til 2014. Hann er jafnframt forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands.
 
  • Tómas H. Heiðar endurkjörinn dómari við Alþjóðlega hafréttardóminn  - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta