Valgerður María skipuð varaformaður kærunefndar útlendingamála
Dómsmálaráðherra hefur skipað Valgerði Maríu Sigurðardóttur varaformann kærunefndar útlendingamála. Valgerður var valin úr hópi fimm umsækjanda.
Valgerður María útskrifaðist með meistarapróf frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2008 og diplóma í afbrotafræði frá sama skóla árið 2015. Valgerður María hefur starfað fyrir dómsmálaráðuneytið frá árinu 2008 að fjölbreyttum málaflokkum, meðal annars sem sendiráðunautur ráðuneytisins í Brussel árin 2015 – 2019 og nú síðast sem teymisstjóri útlendingamála frá árinu 2021.