Hoppa yfir valmynd
28. júní 2023 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Úthlutun úr Lóu – styrkjum til nýsköpunarverkefna á landsbyggðinni 2023

Í ár hljóta 25 verkefni styrk úr Lóunni, nýsköpunarstyrk fyrir landsbyggðina. Hlutverk Lóunnar er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni á forsendum svæðanna sjálfra. Í ár var sérstaklega horft til verkefna sem komin eru af byrjunarstigi og tengjast samfélagslegum áskorunum á borð við loftslagsmál, sjálfbærni í heilbrigðis- og menntamálum og sjálfbærni í matvælaframleiðslu.

Heildarfjárhæð úr Lóu 2023 er líkt og fyrri ár100 milljónir króna. 

Alls bárust alls 97 umsóknir og voru þær á fjölbreyttum sviðum og viðfangsefni þeirra ólík, allt frá hugmyndum á frumstigi til stærri verkefna sem komin eru vel á veg.

Sem dæmi um verkefni sem hljóta styrk í ár eru áburðarframleiðsla, þróun matvöru úr þangi og sjávarþara á Vestfjörðum, uppbygging sjálfbærar matvælaframleiðslu á Austurlandi, þróun og vinnsla bioplasts úr hampi á Norðurlandi Eystra og samfélagsverkefnis um að nýta rafíþróttir til að efla færni á vinnumarkaði á Norðurlandi.

Verkefni í öllum landshlutum hlutu styrk og kynjahlutfall er nokkuð jafnt.

Yfirlit um styrkt verkefni má sjá hér:

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta